Tveir guðfræðingar

Á vordögum árið 2006 vildi Þóra breyta til og fara i frekara nám. Hún hafði þá kennt í sjö ár við Suðurhlíðarskóla sem Aðventkirkjan rekur í Reykjavík. Áhugi á guðfræðinámi hafði þá lengi blundað í henni en nú tók hún sig til og athugaði með nám við Háskóla Íslands. Hún leitaði ráða hjá prestmenntuðum kunningjum okkar, Gavin Anthony sem var þáverandi formaður Aðventkirkjunnar á Íslandi, og Eric Gudmundsson fyrrverandi formanni og presti, sem báðir hvöttu hana eindregið til að til að stunda heldur nám við Newbold College sem Kirkjan rekur í Englandi. Til að brúa kostnaðinn skyldi hún sækja um að fá "sponsorship" þar sem Kirkjan tekur þátt í greiðslu námskostnaðar sem er töluvert hærri i Englandi en á Íslandi. Stjórn Kirkjunnar samþykkti það. Í flestum tilfellum fylgir með slíkum samningi skuldbinding um að starfa sem prestur í akveðinn tima eftir namslok fyrir viðkomandi samtök. Þar sem íslenska Aðventkirkjan er afar fámenn og hafði á þeim tíma þrjá presta i vinnu tók stjórnin fram við hana að ekki myndi vera laus staða fyrir hana eftir námið. Þegar þannig snýr við losnar viðkomandi nemandi/starfsmaður jafnan undan skuldbindingunni og er frjáls að ráða sig annarsstaðar.

Á svipuðum tíma var ég að íhuga frekara nám í menntunarfræðum. Ég var kominn með fyrstu drög að rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám við háskólann í Oulu í Finnlandi. Úr var að við færum til Englands og að ég myndi stunda nám mitt þaðan á meðan Þóra væri í guðfræði.

En þetta fór öðru vísi. Þóra var ekki einusinni búin með hálfan mánuð þegar ég þoldi ekki lengur við og skráði mig einnig í guðfræði! Þar sem íslenska Kirkjan hafði ekki styrkt neinn til prestnáms nema Þóru i svo mörg ár samþykkti stjórnin að styrkja mig á sama hátt og Þóru. Það for vel um okkur i Englandi og við sáum fram á að vinna i framhaldinu fyrir Kirkjuna, líklegast á Norðurlöndum eða annars staðar í Evrópu. Við vissum ekki þá að undir lok námstímans myndi islenska Kirkjan "kalla" okkur bæði heim til starfa, eins og þeim var vissulega heimilt samkvamt samningnum.

Nám okkar samanstóð úr tveimur gráðum. Á fyrsta ári var "License in Theology" sem er aðgangsár á grunn-háskólastigi fyrir framhaldsnám. Það nám er sérsniðið fyrir nemendur sem hafa þegar háskólagráðu í annarri grein. Þá er ætlast til að nemendur kunni til verka í rannsóknum og ritsmíði. Námskeiðin á þessu ári eru svo að segja rúsinurnar úr þriggja ára BA grunnnámi í guðfræði.

Eftir þetta ár komu svo tvö ár á framhaldsstigi. Tvær annir af kennslu og tvær til að skrifa lokaritgerðina. Á framhaldsstigi gátu nemendur valið sér braut.
Um var að velja

  • Biblical studies, sem einblínir á tungumál annað hvort gamla testamentisins (aðallega hebreska) eða hins nýja (gríska)
  • Pastoral studies, sem er fagtengt nám þar sem nemendur kynnast hinum margvíslegum þáttum prestsþjónustu og
  • Systematic theology, sem hefur verið kallað trúfræði, sem er grein sem einblínir fyrst og fremst á grunninn á bak við kenningar, túlkanir og hefðir kirkju og guðfræði.

Þóra valdi fagtengt nám en ég fór í trúfræði. Sérgrein Þóru er þjónusta við eldri borgara og ég lærði einkum um kenningar sem tengjast réttlætingu og helgun.


Á myndinni fyrir ofan erum við hjónin í skrúðanum frá University of Wales, Lampeter (nú University of Wales Trinity Saint David), en gráðan okkar er einmitt þaðan (Enskir háskólar sem ná ekki stöðunni "University" sakir smæðar og/eða námsframboðs heita vanalega College of Higher Education. Þessir skólar þurfa að fá vottun (Validation) frá fullgildum háskóla til þess að prófskírteini frá þeim sé marktækt í fræðasamfélaginu.

graduation j t m

Jóna, BA í enskum bókmenntum og sögu (Open University), Þóra MA í pastoral studies, Manni MA í theological studies.

 

Jóna, BA í enskum bókmenntum og sögu frá Open University, Þóra MA í pastoral studies, Manni MA í theological studies.

Hér eru einnig á myndinni Freyja sem stundaði grunnskólanám og fyrstu framhaldsskólaárin í St Crispin's School í Wokingham. Any systir mín og dætur hennar Cécile og Emily komu í heimsókn til okkar á úrskriftinni.

Fyrir utan að vera dugleg í námi kynntumst við Englandi ágætlega. Þegar ég skrifa þetta eru fjögur ár liðin frá því að við fluttum aftur heim til Íslands, en ljúfar minningar um England lifa enn í hugum okkar.

Last modified onTuesday, 26 September 2017 09:07
(0 votes)
Read 132 times

Leave a comment

Make sure you enter all the required information, indicated by an asterisk (*). HTML code is not allowed.