Vélvirkjun (1975-9)

Frá  1975-79 var ég í læri sem vélvirki við lestirnar SZB (Solothurn-Zollikofen- Bern Bahn, nú RBS, Regionalverkehr Bern Solothurn) við Bern í Sviss.

Greinin "vélvirlkjun" skiptist í nokkrar undirgreinar. Á íslandi hugsa flestir sem heyra þetta starfsheiti um stóra mótora til dæmis í bátum. En við komum hvergi nærri aflvélum. Tegund vélvirkjunnar sem ég lærði heitir Machinenmechaniker (véla- vélvirki) sem sérhæfir sig í að smíða vélar eða vélarhluta. Ég smiðaði hlutio í járnbrautaarlestir, samnemendur mínir smíðuðuðu í prentvélar (WIFAG), bremsur (Westinghouse), vopn, o.s.frv. 

Námið byggðist í meirihluta á verklegri kennslu. Þannig að, frá rétt rúmlega 15 ára aldri fór ég, eins og lang flestir verknemar (kallaðir Lehrlinge) í Sviss á alvöru verkstæði og lærði að búa til alvöru hluti í alvöru tæki. Að sjálfsögðu vorum við líka látin gera æfingar til að læra tækni sem var ekki þörf í framleiðsluferli sem við vorum í.

Það er margs að minnast frá þessum tíma. Samt ekki svo mikið á félagslegum nótum. Eineltið sem ég þekkti allt of vel frá grunnskólaárum fylgdi mér að vissu leiti. Marteinn sem var nemi á sama ári hafði þann ósið að læðast að mér í tíma og ótíma og hvísla í eyrað á mér "á ég að drepa þig?". Ég hef ekki hugmynd hvað honum gekk til með þessu en það var ekki gott að lenda í þessu. Samt var hann almennilegur að flestu öðru leyti. Einkennilegur náungi.

Við fólum í skóla (Iðnskóla) einusinni í viku. Dagurinn skiptist í almenna kennslu (reikningur, eðlisfræði, samfélagsfræði, þýsku) hálfan daginn og svo fagtengdar greinar. Það voru skörp skil æa mikki áhuga okkar og gæði kennslunnar. Fagkennari okkar hét Hans Aegerter og hann var strangasti en jafnframt besti kennari sem ég hef haft um ævina. Við lærðum hratt, margt og mikið. Það var erfitt að ná góðri einkunn til dæmis í teikningu (allt gert með hárbeittum býöntum) en það var auðvelt að detta niður í lágmarks einkunn. Hann gaf ekki fyrir staka teikningu, heldur fyrir úthald og stöðugleika. Ef nemandi kom allt í einu með afbragðs teikningu fór hann ekki upp nema um hálfa einkunn. Þegar næsta teikningin var jafn góð þá fór hann aftur upp um hálfan. En ef inn á milli kom léleg teikning fórstu aftur niður alla leið. Við þoldum þetta ekki fyrstu þrjú árin, auðvitað. En á fjórða árinu voru nemendur hjá hinum kennurum sveittir og hræddir við sveinsprófið á meðan við höfðum einskonar "master class" með kennara okkar þar sem við ræddum allskyns fróðleg, fólkin og skemmtileg málefni á sviði vélvirkjunnar. Við vorum búnir með efnið og engin ástæða til að stressa sig yfir prófinu.

Í vinnunni vorum við að framleiða sérstaka tegund af lestarvögnum. Í Sviss eru tvö algengar sporbreiddir á lestarteinum. Venjulega breiddin er 1.435m sem er til dæmis á öllum stórum lestum um evrópu. Svo er mjög algengt einnig 1m sporbreidd á öllum innanbæjar lestum (Tram) og öðrum styttri lestarlínum. Hvað er þá gert ef flytja þarf vöru sem er í breiðum vagni á áfangastað sem er á stöð sem er við 1m lestarteina? Þá er breiða vagninum ýtt á lágan millivagn sem hefur hjól sem ganga á 1m teinar. Svona vagna framleiduum við fyrir okkar lestarfyrirtæki.

normalspurige cj schotterwagen fcs auf schmalspurigen 899419

chemins de fer de jura 939094

Eins og ég sagði hér að ofan vorum við ekki allan tíman að vinna í framleiðslu. Stundum vorum við að læra og æfa. Í fyrstu þurftum við að læra að sverfa.

 

Last modified onSunday, 11 June 2017 13:18
(0 votes)
Read 30 times

Leave a comment

Make sure you enter all the required information, indicated by an asterisk (*). HTML code is not allowed.