Vélvirkjun (1975-9)

by

Frá  1975-79 var ég í læri sem vélvirki við lestirnar SZB (Solothurn-Zollikofen- Bern Bahn, nú RBS, Regionalverkehr Bern Solothurn) við Bern í Sviss.

Greinin "vélvirlkjun" skiptist í nokkrar undirgreinar. Á íslandi hugsa flestir sem heyra þetta starfsheiti um stóra mótora til dæmis í bátum. En við komum hvergi nærri aflvélum. Tegund vélvirkjunnar sem ég lærði heitir Machinenmechaniker (véla- vélvirki) sem sérhæfir sig í að smíða vélar eða vélarhluta. Ég smiðaði hlutio í járnbrautaarlestir, samnemendur mínir smíðuðuðu í prentvélar (WIFAG), bremsur (Westinghouse), vopn, o.s.frv. 

Námið byggðist í meirihluta á verklegri kennslu. Þannig að, frá rétt rúmlega 15 ára aldri fór ég, eins og lang flestir verknemar (kallaðir Lehrlinge) í Sviss á alvöru verkstæði og lærði að búa til alvöru hluti í alvöru tæki. Að sjálfsögðu vorum við líka látin gera æfingar til að læra tækni sem var ekki þörf í framleiðsluferli sem við vorum í.

Það er margs að minnast frá þessum tíma. Samt ekki svo mikið á félagslegum nótum. Eineltið sem ég þekkti allt of vel frá grunnskólaárum fylgdi mér að vissu leiti. Marteinn sem var nemi á sama ári hafði þann ósið að læðast að mér í tíma og ótíma og hvísla í eyrað á mér "á ég að drepa þig?". Ég hef ekki hugmynd hvað honum gekk til með þessu en það var ekki gott að lenda í þessu. Samt var hann almennilegur að flestu öðru leyti. Einkennilegur náungi.

Við fólum í skóla (Iðnskóla) einusinni í viku. Dagurinn skiptist í almenna kennslu (reikningur, eðlisfræði, samfélagsfræði, þýsku) hálfan daginn og svo fagtengdar greinar. Það voru skörp skil æa mikki áhuga okkar og gæði kennslunnar. Fagkennari okkar hét Hans Aegerter og hann var strangasti en jafnframt besti kennari sem ég hef haft um ævina. Við lærðum hratt, margt og mikið. Það var erfitt að ná góðri einkunn til dæmis í teikningu (allt gert með hárbeittum býöntum) en það var auðvelt að detta niður í lágmarks einkunn. Hann gaf ekki fyrir staka teikningu, heldur fyrir úthald og stöðugleika. Ef nemandi kom allt í einu með afbragðs teikningu fór hann ekki upp nema um hálfa einkunn. Þegar næsta teikningin var jafn góð þá fór hann aftur upp um hálfan. En ef inn á milli kom léleg teikning fórstu aftur niður alla leið. Við þoldum þetta ekki fyrstu þrjú árin, auðvitað. En á fjórða árinu voru nemendur hjá hinum kennurum sveittir og hræddir við sveinsprófið á meðan við höfðum einskonar "master class" með kennara okkar þar sem við ræddum allskyns fróðleg, fólkin og skemmtileg málefni á sviði vélvirkjunnar. Við vorum búnir með efnið og engin ástæða til að stressa sig yfir prófinu.

Í vinnunni vorum við að framleiða sérstaka tegund af lestarvögnum. Í Sviss eru tvö algengar sporbreiddir á lestarteinum. Venjulega breiddin er 1.435m sem er til dæmis á öllum stórum lestum um evrópu. Svo er mjög algengt einnig 1m sporbreidd á öllum innanbæjar lestum (Tram) og öðrum styttri lestarlínum. Hvað er þá gert ef flytja þarf vöru sem er í breiðum vagni á áfangastað sem er á stöð sem er við 1m lestarteina? Þá er breiða vagninum ýtt á lágan millivagn sem hefur hjól sem ganga á 1m teinar. Svona vagna framleiduum við fyrir okkar lestarfyrirtæki.

normalspurige cj schotterwagen fcs auf schmalspurigen 899419

chemins de fer de jura 939094

Eins og ég sagði hér að ofan vorum við ekki allan tíman að vinna í framleiðslu. Stundum vorum við að læra og æfa. Í fyrstu þurftum við að læra að sverfa.

 

Read more...

Framhaldsnámið mitt við Newbold College (2006 - 2009)

by

 

Námskeið

Misseri

Verkefni

Aðgangsár, License in Theology

   

Biblical Theology Kennarar: Dr Gunnar Pedersen og Jan Barna

Haust 2006 Elijah's Place in the Biblical Storyline (3500 orð)

Biblical Greek I Kennari: Gifford Rhamie

Haust 2006  

Homiletics Kennari: Dr Laurence Turner

Haust 2006 Topical and Expository Preaching
Pastoral Ministry Haust 2006

Outline for Bible study guide and a selection of fully developend lessons

Development of Adventist Theology Kennari: Jan Barna Vor 2007 An Analysis of A. T. Jones’s post 1888 theology in the light of present debates (4500 orð)
Acts and Epistles Vor 2007 How does the ‘new perspective on Paul’ affect our understanding of his epistles? (3500 orð og próf)
Biblical Greek II Vor 2007 Þýðing á  fyrsta og öðru Jóhannesarbréfi

MA námið

   
Leading Motifs in Adventism I Kennari: Dr Gunar Pedersen Haust 2007 A study of the orthodox protestant understanding of justification (4300 orð)
Principles and Methods of Theology Kennari. Jan Barna Haust 2007 The Relationship between the Paradigm of an Inerrant Bible and the Proof-text Reading Method (5000 orð)
Biblical Theology of Church, Ministry and Mission Kennari: Dr Steve Currow Haust 2007 Samuele Bacchiocchi’s ecclesiology in the light of his message on the Sabbath (5000 orð)
Issues in Seventh-day Adventist Eschatology Kennari: Dr Rolf Pöhler Vor 2008 The Adult Bible Study Guides and the German adaption by the Arbeitskreis Bibelschule: A comparison of their eschatological teachings (8500 orð)
Issues in Contemporary Theology Kennari: Dr Radiša Antic Vor 2008 A study of Karl Barth’s concept of justification (3500 orð + próf)
Leading Motifs in Seventh-day Adventism II Kennari: Dr Gunnar Pedersen Vor 2008 The new definition of justification by N. T. Wright (4800 orð)
Lokaritgerð Leiðsögukennari: Dr Gunnar Pedersen Vor 2009

The Contribution of N. T. Wright’s Soteriology to Adventist teachings about Salvation (21.000 orð

MA Dissertation í pdf sniði (á ensku)

Postgraduate Certificate in Mission

   
Approaches to the Contemporary Mind Kennari: Dr Reinder Bruinsma Vor 2009  
Church Planting and Growth Kennarar: Atte Helminen og Rudi Dingjan Vor 2009  
 
Read more...

Tveir guðfræðingar

by

Á vordögum árið 2006 vildi Þóra breyta til og fara i frekara nám. Hún hafði þá kennt í sjö ár við Suðurhlíðarskóla sem Aðventkirkjan rekur í Reykjavík. Áhugi á guðfræðinámi hafði þá lengi blundað í henni en nú tók hún sig til og athugaði með nám við Háskóla Íslands. Hún leitadi ráða hja prestmenntuðum kunningjum okkar, Gavin Anthony sem var þáverandi formadur Aðventkirkjunnar á Íslandi, og Eric Gudmundsson fyrrverandi formanni og presti, sem báðir hvöttu hana eindregið til að til að stunda heldur nám við Newbold College sem Kirkjan rekur í Englandi. Til að brúa kostnaðinn skyldi hún sækja um að fá "Sponsorship" þar sem Kirkjan tekur þátt í greiðslu námskostnaðar sem er töluvert hærri i Englandi en á Íslandi. Stjórn Kirkjunnar samþykkti það. I flestum tilfellum fylgir með slíkum samningi skuldbinding um að starfa sem prestur í akveðin tima eftir namslok fyrir viðkomandi samtök. Þar sem íslenska Kirkjan er afar fámenn og hafði á þeim tíma þrjá presta i vinnu tók stjórnin fram við hana að ekki myndi vera laus staða fyrir hana eftir námið. Þegar þannig snýr við losnar vidkomandi nemandi jafnan undan skuldbindingunni og er frjals að ráða sig annarstaðar.

Á svipuðum tíma var ég að íhuga frekara nám í menntunarfræðum. Ég var kominn með fyrstu drög að rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám við háskólann í Oulu í Finnlandi. Úr var að við færum til Englands og að ég myndi stunda nám mitt þaðan á meðan Þóra væri í guðfræði.

En þetta fór öðru vísi. Þóra var ekki einusinni búin með hálfan mánuð þegar ég þoldi ekki við og skráði mig einnig í guðfræði! þar sem íslenska Kirkjan hafði ekki styrkt neinn til prestnáms nema Þóru i svo mörg ár samþykkti stjórnin að styrkja mig á sama hátt og Þóra. Þóra for vel um okkur i Englandi og við sáum fram á að vinna i framhaldinu fyrir Kirkjuna, líklegast á Norðurlöndum eða annars staðar í Evrópu. Vissum ekki þá að undir lok námstímans myndi islenska Kirkjan "kalla" okkur heim til starfa, eins og þeim var vissulega heimilt samkvamt samningnum.

Nám okkar samanstóð úr tveimur gráðum. Á fyrsta ári var License of Theology sem er aðgangsár fyrir framhaldsnám. Það nám er sérsniðið fyrir nemendur sem hafa þegar háskólagráðu í annarri grein. Þá er ætlast til að nemendur kunni til verka í rannsóknum og ritsmíði. Námskeiðin á þessu ári eru svo að segja rúsinurnar úr grunnnámi í guðfræði.

Eftir fyrsta árið komu svo þrjár annir á framhaldsstigi. Fjórða önnin var ætluð til að klára lokaritgerðina. Á framhaldsstigi gátu nemendur valið sér braut.
Um var að velja

  • Biblical studies, sem einblínir á tungumál annað hvort Gamla testamentisins (aðallega hebreska) eða hins nýja (gríska)
  • Pastoral studies, sem er fagtengt nám þar sem nemendur kynnast hinum margvíslegum þáttum prestþjónustu og
  • Systematic theology, sem hefur verið kallað trúfræði, sem er grein sem einblínir fyrst og fremst á grunninn á bak við kenningar, túlkanir og hefðir.

Þóra valdi fagtengt nám en ég fór í trúfræði. Sérgrein Þóru er þjónusta við eldri borgara og ég lærði einkum um kenningar sem tengjast réttlætingu og helgun.


Á myndinni fyrir ofan erum við hjónin í skrúðanum frá University of Wales, Lampeter (nú University of Wales Triniry Saint David), en gráðan okkar er einmitt þaðan (Enskir háskólar sem ná ekki stöðunni "University" sakir smæðar og/eða námsframboðs heita vanalega College of Higher Education. Þessir skólar þurfa að fá vottun (Validation) frá fullgildum háskóla til þess að prófskírteini frá þeim sé marktækt í fræðasamfélaginu.

graduation j t m

Jóna, BA í enskum bókmenntum og sögu (Open University), Þóra MA í pastoral studies, Manni MA í theological studies.

 

Jóna, BA í enskum bókmenntum og sögu frá Open University, Þóra MA í pastoral studies, Manni MA í theological studies.

Hér eru einnig á myndinni Freyja sem stundaði grunnskólanám og fyrstu framhaldsskólaárin í St Crispin's school í Wokingham. Any systir mín og dætur hennar Cécile og Emily komu í heimsókn til okkar á úrskriftinni.

Fyrir utan að vera dugleg í námi kynntumst við Englandi ágætlega. Þegar ég skrifa þetta eru fjögur ár liðin frá því að við fluttum aftur heim til Íslands, en ljúfar minningar um England lifa enn í hugum okkar.

Read more...
Subscribe to this RSS feed